Vestfirðingar forvitnir um stuðningskerfi nýsköpunar á Íslandi
Það var margt um manninn á Vestfjarðastofu á þriðjudaginn er fram fór viðburðurinn Nýsköpun og ný tengsl og augljóst að Vestfirðingar voru áhugasamir um stuðningskerfi nýsköpunar á Íslandi. Að fundinum komu KLAK, Íslandsstofa, Vísindagarðar og Tækniþróunarsjóður, sem brugðu sér í snögga hringferð um landið til að kynna stuðningsumhverfi nýsköpunar. Jafnframt var stutt kynning á starfsemi Vestfjarðastofu.
30. janúar 2026