Fara í efni

Sundhöll Ísafjarðar – Sundlaugarvörður

Störf í boði

Laust er til umsóknar starf sundlaugarvarðar í sundlauginni að Austurvegi á Ísafirði. Um er að ræða 50-100% starf þar sem unnið er á vöktum. Æskilegast að viðkomandi geti hafið störf 1. september 2021 eða eftir nánara samkomulagi. Næsti yfirmaður er forstöðumaður íþróttamannvirkja.

Helstu verkefni:

 • Baðvarsla
 • Sundlaugarvarsla
 • Þrif
 • Afgreiðsla
 • Eftirlit með búnaði
 • Þjónusta við viðskiptavini

Hæfnikröfur:

 • Rík þjónustulund
 • Góð samskiptafærni og sveigjanleiki
 • Frumkvæði í starfi
 • Sjálfstæð vinnubrögð
 • Góð íslenskukunnátta
 • Vera orðin(n) 20 ára

Launakjör eru samkvæmt samningum launanefndar sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag (FosVest/VerkVest).

Umsóknarfrestur er til og með 24. ágúst 2021. Umsóknum skal skilað á netfangið gretarhe@isafjordur.is eða á skrifstofu forstöðumanns íþróttamannvirkja í Íþróttahúsinu Torfnesi. Með umsókn skal fylgja ferilskrá.

Nánari upplýsingar veitir Grétar Helgason forstöðumaður í síma 450-8488 eða 848-1085. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsókn getur gilt í 6 mánuði.

Við hvetjum áhugasama, óháð kyni til að sækja um starfið. Vakin er athygli á markmiði mannréttindastefnu Ísafjarðarbæjar að jafna kynjaskiptingu innan starfsgreina og að vinnustaðir endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.