Smávirkjanakostir á Vestfjörðum
Fjórðungssamband Vestfirðinga hefur samið við verkfræðstofuna Verkís um að gera heildstæða úttekt á smávirkjanakostum á Vestfjörðum. Jóhann Birkir Helgason útibússtjóri Verkís á Ísafirði skrifaði undir samninginn en samkvæmt honum mun vinna við úttektina byrja strax í febrúar. Verkefnið " Smávirkjanir á Vestfjörðum" var samþykkt sem áhersluverkefni árið 2019 og fékk 2. milljónir kr. úthlutað.
04. febrúar 2020