Fara í efni

Úthlutun úr Öndvegissjóði Brothættra byggða

Fréttir

Í síðustu viku var 40 milljónum króna úr Öndvegissjóði Brothættra byggða úthlutað til sex verkefna í Brothættum byggðum. Fjórtán umsóknir bárust um styrki frá þeim sjö svæðum sem nú taka þátt í Brothættum byggðum, styrkbeiðnir námu kr. 162,5 milljónum og hlutu sex verkefni styrk. 

Öndvegissjóðurinn er hluti af aðgerðum vegna veirufaraldursins Covid-19 en Alþingi samþykkti að veita aukalega 100 m.kr. til Brothættra byggða á árinu 2020 meðal annars til að hægt væri að styðja við stærri frumkvæðisverkefni sem skapa atvinnu í byggðarlögunum. 

Vestfjarðastofa fagnar góðu gengi vestfirskra verkefna og óskar styrkþegum til hamingju með árangurinn, en styrkveitingar til verkefna á Vestfjörðum nema 24,3 milljónum af þeim 40 milljónum sem úthlutað var í heild. Tvö verkefni úr Árneshreppi, eitt frá Strandabyggð og eitt frá Þingeyri hlutu góðan stuðning Öndvegissjóðs Brothættra byggða.  

Heildarlisti yfir styrkþega: 

 

Nafn umsækjanda 

Nafn verkefnis 

Styrkupphæð 

Hótel Djúpavík 

Baskasetur 

1.600.000,- 

Sýslið verkstöð ehf. 

Strandir.is 

8.700.000,- 

Salbjörg Matthíasdóttir 

Kjötvinnsla í Árdal 

5.700.000,- 

Borgarfjarðarhreppur 

Samfélagsmiðstöðin Fjarðarborg 

10.000.000,- 

Ungmennafélagið Leifur heppni 

Krossneslaug – aðdráttarafl sem sameinar 

10.000.000,- 

Tankur menningarfélag 

Tankur 

4.000.000,- 

  

  

Kr. 40.000.000,- 

Nánari upplýsingar á vef Byggðastofnunar