Úthlutun úr Uppbyggingarsjóði Vestfjarða
Úthlutunarnefnd Uppbyggingarsjóðs Vestfjarða hefur lokið við að fara yfir umsóknir um styrki vegna ársins 2021. Á fundum úthlutarnefndar þann 9. og 10. desember var tekin ákvörðun um úthlutun úr sjóðnum, en áður en úthlutunarnefnd fékk umsóknirnar til afgreiðslu höfðu fagráð farið yfir allar umsóknir. Allir þeir sem sóttu um í sjóðinn fengu senda niðurstöður í tölvupósti varðandi umsóknir sínar mánudaginn 14. desember.
Aldrei hafa borist jafn margar umsóknir, en alls bárust sjóðnum 154 umsóknir upp á 260.134.240 kr. Fimm umsóknir frá árinu 2020 fengu stykir til tveggja ára og teljast þær því með styrkjum ársins 2021 en 53 nýjar umsóknir voru samþykktar. Samtals var því samþykkt að veita 58 verkefnum styrk að þessu sinni. Heildarupphæð úthlutunar fyrir árið 2021 er 58.600.000 kr.
15. desember 2020