Fara í efni

Ársfundadagur Vestfjarðastofu 2. júní 2021

Fréttir

Ársfundadagur Vestfjarðastofu verður haldinn á Bjarkalundi í Reykhólahreppi miðvikudaginn 2. júní. Dagurinn byrjar kl. 10:00 á Fjórðungsþingi Vestfirðinga sem mun standa til kl. 12:00. Kl. 13:30 hefst svo aðalfundur Vestfjarðastofu sem stendur til kl. 15:30.  Kynningar á samstarfsverkefnum sveitarfélaga á Vestfjörðum verða milli funda. Dagskrá er að finna hér

Viðburðirnir verða bæði haldnir sem staðarfundir en einnig verður boðið upp á að horfa á þá í streymi sem auglýst verður á vef Vestfjarðastofu en ítrekað er að ekki verður hægt að taka þátt í atkvæðagreiðslum í fjarfundi.  

Langt er síðan að fundir hafa getað verið haldnir með venjulegu sniði en með breyttum reglum er það þó mögulegt en að sjálfsögðu verður hugað að öllum sóttvörnum.

Dagskrá og gögn fundanna má finna á hér