Áramótaannáll Vestfjarðastofu
Árið 2020 hefur um margt verið athyglisvert fyrir Vestfirði. Þrátt fyrir mikil áföll í ferðaþjónustu og um margt erfiðar aðstæður í öðrum atvinnugreinum má samt segja að atvinnulíf svæðisins sé nokkuð sterkt, atvinnuleysi hvergi nærri þeim tölum sem sjá má í öðrum landshlutum og víða vantar fólk til starfa. Staða sveitarfélaganna er þó ekki góð og blikur á lofti í rekstri flestra sveitarfélaga á Vestfjörðum.
Ef rétt er gefið eru á Vestfjörðum gríðarleg tækifæri til verðmætasköpunar í sátt við umhverfi og samfélag. Sjávarútvegur, fiskeldi og ferðaþjónusta eru stoðir vestfirsks atvinnulífs en mikil tækifæri eru einnig í fjölbreyttri matvælaframleiðslu byggðri á afurðum lands og sjávar í bland við hugvit. Til framtíðar verður spennandi að fylgast með þróun á vettvangi þara og þörunga og í orkuframleiðslu.
31. desember 2020