Úthlutað úr Frumkvæðissjóði Fjársjóðs fjalla og fjarða í fyrsta sinn 					
											
							Miðvikudaginn 29. október fór fram fyrsta úthlutunarathöfn Frumkvæðissjóðs Fjársjóðs fjalla og fjarða, í Handverksmarkaði Össu í Króksfjarðarnesi. Mæting var mjög góð og ríkti þar frábær stemning, gleði og mikill frumkvöðlakraftur. Alls bárust 21 umsókn, þar sem sótt var um 59.794.374 krónur, og heildarkostnaður verkefnanna nemur 159.713.637 krónum. Að þessu sinni hlutu 16 verkefni styrk, samtals 11 milljónir króna, og var styrkþegum óskað innilega til hamingju með þann áfanga!						
										31. október 2025