Félagslegur fjölbreytileiki samfélaga í brennidepli á Byggðaráðstefnu 2025
Byggðaráðstefnan 2025 fór fram undir yfirskriftinni „Félagslegur fjölbreytileiki samfélaga – jafnvægi, áskoranir eða vannýtt sóknarfæri?“ og var hún vettvangur fjölbreyttrar umræðu um samfélagsþróun, inngildingu og jafnrétti í íslenskum byggðum.
Á ráðstefnunni, sem Catherine Chambers við Háskólasetur Vestfjarða stýrði af röggsemi, komu saman fræðafólk, starfsfólk landshlutasamtaka og Byggðastofnunar, ásamt hagaðilum úr ólíkum geirum, til að varpa ljósi á hvernig íslensk byggðarlög geta nýtt fjölbreytileika íbúa sem afl til uppbyggingar og nýsköpunar. Fjallað var um lýðfræðilega þróun og breytingar á samfélagsgerð, og hvernig fjölmenningarleg samsetning íbúa hefur áhrif á daglegt líf og samfélagsþróun víða um land.
10. nóvember 2025