Tækifæri og áskoranir fólgin í gervigreindinni
Blábankinn á Þingeyri stóð fyrir hraðlinum Gervigreind í byggðaþróun dagana 28. nóvember – 1. desember. Alþjóðlegt lið leiðbeinenda leiddi umræður um notkun þessarar nýju tækni sem ljóst er að mun umbylta verklagi við upplýsingaöflun og gagnagerð áður en langt um líður. Kannski má orða það svo að framtíðin sé þegar hér og nú í okkar höndum að færa okkur í nyt með sem bestum hætti það sem hún hefur upp á að bjóða.
06. desember 2023