Fara í efni

Svæðisskipulag Vestfjarða tilboð samþykkt frá VSÓ ráðgjöf ehf.

Fréttir Svæðisskipulag Vestfjarða
Grunnavík í Jökulfjörðum ©RomainCharrier
Grunnavík í Jökulfjörðum ©RomainCharrier

Fjórðungssamband Vestfirðinga hefur fyrir hönd sveitarfélaga á Vestfjörðum, tekið til­boði VSÓ ráðgjafar ehf, í gerð Svæðisskipulags Vestfjarða. Svæðisskipulagsnefnd Vestfjarða ber ábyrgð á gerð skipulagsins en nefndina skipa tveir fulltrúar úr hverju eftirtalinna sveitarfélaga; Súðavíkurhreppur, Árneshreppur, Kaldrananeshreppur, Strandabyggð, Reykhólahreppur, Vesturbyggð, Tálknafjarðarhreppur, Bolungarvíkurkaupstaður og Ísafjarðarbær

VSÓ ráðgjöf var lægst­bjóðandi en til­boð fyr­ir­tæk­is­ins hljóðaði upp á 79,3 mkr sem er 95,3% af kostnaðaráætlun er nam 83,2 mkr, samstarfsaðili með VSÓ ráðgjöf í verkefninu verður Urbana ehf. Alls bárust fjögur önnur tilboð, þar af tvö sem voru innan kostnaðaráætlunar. Aðrir bjóðendur voru EFLA hf, Yrki arkitektar, Verkís og Landmótun.

Fjórðungssamband Vestfirðinga þakkar þessum aðilum fyrir áhuga á gerð svæðisskipulagsins og þátttöku í útboðinu. Framkvæmd útboðsins var í umsjón Ríkiskaupa og þakkar Fjórðungssambandið fyrir gott samstarf um framkvæmd þess.

Aðalsteinn Óskarsson, sviðsstjóri, Vestfjarðastofu, seg­ir til­boðinu hafa verið tekið enda sé það metið hag­stæðast fyr­ir kaup­anda sam­kvæmt val­for­send­um útboðslýs­ing­ar. Því sé kom­inn á bind­andi samn­ing­ur milli aðila. Skipulagsgerðin hefst síðan nú í febrúar með fundi Svæðisskipulagsnefndar Vestfjarða og skipulagsráðgjafa.