Fara í efni

Atvinnumál kvenna - opið fyrir styrkumsóknir

Fréttir

Vinnumálastofnun/félags-og vinnumarkaðsráðuneytið auglýsir styrki til atvinnumála kvenna árið 2024 lausa til umsóknar. Heildarfjárhæð styrkja að þessu sinni eru kr. 40.000.000 og er hámarksstyrkur kr. 4.000.000.

Skilyrði er að verkefnið/hugmyndin falli að eftirfarandi skilyrðum.

  • Verkefnið sé í meirihluta eigu konu/kvenna (51%) og stjórnað af konu.
  • Verkefnið feli í sér nýnæmi eða nýsköpun af einhverju tagi.
  • Verkefnið feli í sér atvinnusköpun til frambúðar.
  • Viðskiptahugmynd sé vel útfærð.
  • Veittir eru styrkir til gerðar viðskiptaáætlunar (600.000), ásamt styrkjum til markaðssetningar og vöruþróunar að hámarki 4.000.000.

Á heimasíðu verkefnisins má finna nánari upplýsingar um reglur og skilyrði sem þarf að uppfylla. Umsóknarfrestur er frá 1.febrúar til og með 7.mars og skal sækja um rafrænt á www.atvinnumalkvenna.is  

Þær sem fá samþykktan styrk til gerðar viðskiptaáætlunar munu fá tækifæri til að taka þátt í fyrirtækjasmiðju. Keppt verður um verðlaun fyrir bestu viðskiptahugmyndina en dómnefnd mun meta kynningar þátttakenda. 

Hægt er að bóka viðtal á heimasíðu sjóðsins hjá verkefnastjóra sem gefur nánari upplýsingar. Einnig verður opinn kynningarfundur á sjóðnum auk Svanna-lánatryggingasjóðs á netinu þann 15. febrúar sem er öllum opinn. Sjá á Facebook-síðu Atvinnumála kvenna.