Hafsjór af hugmyndum: opið fyrir umsóknir
							Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Hafsjó af hugmyndum sjötta árið í röð en í verkefninu felast styrkir til háskólanema á vegum Sjávarútvegsklasa Vestfjarða. Markmiðið með styrkjunum er að hvetja til nýsköpunar, skapa góð tengsl háskólanema og fyrirtækja með samstarfi í verkefnum, skapa ný og eftirsóknarverð störf í sjávarútvegi eða tengdum greinum á Vestfjörðum og stuðla að sjálfbærri nýtingu sjávarauðlinda og eflingu mannauðs og öryggis.						
										31. október 2025
				 
					 
					 
					 
					 
					 
					 
					 
					 
					