Vel heppnað listamannaþing á Patreksfirði
Þann 11. maí síðastliðinn stóð Félag vestfirskra listamanna fyrir Listamannaþingi á Patreksfirði í samvinnu við Menningarráð Vestfjarða og með stuðningi Sjóræningjahússins og Odda. Þar var haldinn aðalfundur félagsins, en auk þess voru framsögur og umræður um menningarmál á Vestfjörðum og hlutverk og verkefni félagsins. Aðalræðumaður dagsins var Karl Ágúst Úlfsson.
21. maí 2013