Lokahóf Startup Landið á Akureyri
Lokaviðburður Startup Landið, sem er sameiginlegur hraðall landshlutasamtakanna, verður haldinn á Akureyri fimmtudaginn 30. október kl. 13–15. Tólf teymi voru valin til þátttöku í hraðlinum og hafa þau unnið ötullega að nýsköpunarverkefnum sínum undanfarnar vikur. Á lokaviðburðinum stíga teymin á svið og kynna fyrirtækin sín með stuttri og hnitmiðaðri kynningu.
24. október 2025