Farsæld, er það eitthvað fyrir Vestfirðinga?
Vestfirðir eru á tímamótum, samfélagið vex og ný tækifæri blasa við. Á sama tíma og við fögnum þessari sókn verðum við að spyrja okkur: Hvernig tryggjum við að börnin sem vaxa hér upp njóti raunverulegrar farsældar? Farsæld er ekki bara fallegt orð, hún er mælikvarði á það hversu vel samfélaginu okkar tekst að styðja hvert barn til að ná líkamlegum, sálrænum, vitsmunalegum, siðferðislegum og félagslegum þroska og heilsu á eigin forsendum til framtíðar.
30. október 2025