Fara í efni

Úthlutað úr Uppbyggingarsjóði Vestfjarða fyrir árið 2026

Fréttir Uppbyggingasjóður Vestfjarða

Í gær var úthlutað úr Uppbyggingarsjóði Vestfjarða fyrir verkefni sem koma til framkvæmda árið 2026. Fjöldi umsókna barst í ár en sótt var um fyrir 133 ólíkum verkefnum og hlutu 67 styrk að þessu sinni, sem gerir árangurshlutfall upp 50,4%. Úthlutunarhófið fór fram á starfsstöð Vestfjarðastofu á Ísafirði og var það vel sótt.

Skúli Gautason, Magnea Garðarsdóttir og Anna Sigríður Ólafsdóttir stýrðu athöfninni, sem einnig var send út í streymi. Tónlistarkonan Ásta kom fram og Sunneva Guðrún Þórðardóttir teiknaði það sem fram fór í beinni útsendingu og má sjá myndina með fréttinni.

Styrkhafar frá síðustu úthlutun sögðu frá verkefnum sínum, en það voru þær Anna Björg Þórarinsdóttir hjá Strandagaldri, Greta Lietuvninkaite sem er með ritsmiðjurnar Write it out og Tinna Rún Snorradóttir með verkefnið: Gufubað við Pollinn.

Úthlutað var 7.000.000 í stofn og rekstrarstyrki:

750.000 Félag um listasafn Samúels
750.000 Félag um safn Gísla á Uppsölum
1.000.000 Kol og salt ehf.
1.500.000 Báta- og hlunnindasýningin á Reykhólum ehf.
1.500.000 Skrímslasetrið á Bíldudal
1.500.000 Baskavinafélagið á Íslandi

Í styrkjaflokki atvinnuþróunar- og nýsköpunar hlutu 24 verkefni styrk og var heildarupphæð styrkja 19.350.000.-

350.000 Leiry Yaritza Seron Hernandez Co-Living Westfjords: Connecting People and Places

400.000 Köntrí ehf. Vetrarferðir KEX Þingeyri

450.000 ÁVM útgerð ehf. Grímsey-Perla Steingrímsjarðar

450.000 Diego Ragnar Angemi Gelateyri Il Fjordo Gelato

500.000 Wakeboarding Iceland ehf. Winter tour marketing and rebranding

500.000 Fine Foods Íslandica ehf. Regenerative Toursim on Seaweed Farm

500.000 The Fjord Hub ehf. Vetrarævintýri

550.000 Íris Ösp Heiðrúnardóttir Markaðssetning og vörumerki Bollafaktoríunnar

600.000 Vésteinn Tryggvason Shirako

600.000 Hollvinasamtök Samkomuhússins á Flateyri Þróun menningar- og samfélagsmiðstöðvar á Flateyri

650.000 Atari ehf. Undirbúningur á uppsetningu vískíverksmiðju

700.000 Miðstöð skapandi greina á Vestfjörðum Saga Vestfjarða í sjálfbærum minjagripum

750.000 Jón Hafþór Marteinsson Rekankerisvinda vinnusparandi lausn fyrir færabáta

800.000 Jón Hafþór Marteinsson Færalausnir: lokaprófanir færastanga og festinga

850.000 Filipa Benvinda Ramos Gomes Slow and Regenerative Tourism in the Westfjords

900.000 Viktoría Rán Ólafsdóttir Ímyndarsköpun Bjarnarfjarðar sem áfangastaðar

1.000.000 Jón Hafþór Marteinsson Bambahús snjallvædd

1.000.000 Hjartarót ehf. Ræktun burnirótar

1.000.000 Cannarctica ehf. HydroTherma

1.000.000 Sjótækni ehf. Frumkvæðisathugun á þararækt í Steingrímsfirði

1.100.000 Fine Foods Íslandica ehf. Innovation in seaweed farm harvesting process

1.200.000 Lilja Sigurðardóttir Þróun húðvara úr hliðarafurðum frá laxeldi

1.500.000 66N Hemp ehf. 66°N Hemp: Cultivars, protein, oil & dairy alt.

2.000.000 Þorsteinn Másson Forathugun á ræktun ála á Vestfjörðum

37 verkefni fengu styrk í flokki menningarverkefna og var heildarupphæð styrkja 23.450.000

150.000 Elísabet Gunnarsdóttir Franska kvikmyndahátíðin á Ísafirði 2026

200.000 Stephan Philipp Kalt Matar- og menningardagur Kaldrananeshrepps

200.000 Skautafélag Önundarfjarðar Vetrarhátíð á Siggasvelli

200.000 Kol og salt ehf. ArtsIceland viðburðir

250.000 Elfar Logi Hannesson Vestfirskir listamenn, bók og opnir fyrirlestrar

250.000 Þjóðgarðurinn á Þingvöllum Viðburðardagskrá á Hrafnseyri – Menning og náttúra

300.000 Arnkatla – lista- og menningarfélag Hörmungadagar

350.000 Byggðasafn Vestfjarða Photographic and cultural-historical portrait

400.000 Greta Lietuvninkaité-Suscické Reflective writing studio "Write it Out"

400.000 Kristinn Hilmar Marinósson Kortagerð fyrir gönguleiðakerfið Bifröst

400.000 Skjaldborg – hátíð íslenskra heimildarmynda Skjaldbakan – námskeið í heimildamyndagerð

400.000 Leikfélag Flateyrar Leiklistarnámskeið Leikfélags Flateyrar 2026

400.000 Dagbjört Ósk Jóhannsdóttir Simsongarðurinn 100 ára afmælissýning

450.000 Framfarafélag Flateyjar 100 ára afmæli Flateyjarkirkju

500.000 Leikfélag Hólmavíkur Leikrit í fullri lengd

500.000 Kvenfélagið Snót Matarmenningarhátíð Kvenfélagsins Snót

500.000 Edinborgarhúsið ehf. Improv Ísland Spunanámskeið og sýning

500.000 Kol og salt ehf. Gallerí Úthverfa Sýningadagskrá 2026

500.000 Litli leikklúbburinn Uppsetning Litla leikklúbbsins á gamanleikriti

500.000 Kristín Mjöll Jakobsdóttir Pétur og úlfurinn á Vestfjörðum

550.000 Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir Leirfjörður

600.000 Elfar Steinn Karlsson Menningardagskrá á Skrímslasetrinu

600.000 Fryderic Chopin Tónlistarfélagið á Íslandi 6. F.Chopin Tónlistarhátíðin á Ísafirði

700.000 Sögusmiðjan Dagbók Jóns gamla – ólíkar leiðir

700.000 Karíba ehf. Bókmenntahátíð Flateyrar 2026

800.000 Andrew Junglin Yang International Westfjords Piano Festival

900.000 Evelina Kaveckiene Skynheimur

1.000.000 Strandagaldur ses Galdra- og þjóðsagnaslóð á Ströndum

1.000.000 Leiklistarhópur Halldóru ehf. Leiklistarnámskeið fyrir börn

1.000.000 Blús milli fjalls og fjöru Blús milli fjalls og fjöru

1.000.000 Kómedíuleikhúsið Draugar Dýrafjarðar

1.000.000 The Pigeon International Film Festival PIFF 2026

1.000.000 Fjölnir Már Baldursson Ljóni

1.000.000 Sauðfjársetur á Ströndum ses Náttúrubarnahátíð á Ströndum 2026

1.250.000 Hótel Djúpavík ehf. The Factory Art Exhibition 2026

1.500.000 Act alone félagasamtök Act alone 2026

1.500.000 Edinborgarhúsið ehf. Menningardagskrá í Edinborgarhúsinu

Við óskum styrkþegum innilega til hamingju og hlökkum til að sjá þessi spennandi verkefni verða að veruleika.