Fara í efni

Upptaka frá rafrænni kynningu á Uppbyggingarsjóði Vestfjarða

Fréttir Uppbyggingasjóður Vestfjarða

Nú stendur opið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Vestfjarða og verður það svo fram til 12 á hádegi þann 22. október. Síðustu vikur hefur starfsfólk Vestfjarða boðið upp á kynningar á sjóðnum, auk þess sem það hefur veitt ráðgjöf vegna umsóknagerðar. Hvetjum við öll sem ganga með í maganum hugmyndir um verkefni á sviði nýsköpunar eða menningar að sækja um! Það er lærdómsferli að fylla út umsóknargögn og eru uppbyggingarsjóðir landshlutanna kjörinn vettvangur til að byggja upp færni í slíku.

Í gær var boðið upp á rafræna kynningu fyrir umsækjendur og fyrir þá sem ekki komust má nú sjá hana hér að neðan: 

Hér má finna allar upplýsingar um Uppbyggingarsjóð Vestfjarða og bendum við sérstaklega á dálkinn hægra megin á síðunni þar sem meðal annars má finna úthlutunarreglur og matsblað sem notast er við þegar farið er yfir umsóknir.