Fara í efni

Uppbyggingarsjóður Vestfjarða: opið fyrir umsóknir

Fréttir Uppbyggingasjóður Vestfjarða

Uppbyggingarsjóður Vestfjarða hefur opnað fyrir umsóknir. Hægt er að sækja um styrki til verkefna á sviði menningar, nýsköpunar og atvinnuþróunar. Einnig geta menningarstofnanir sótt um stofn- og rekstrarstyrki, séu þær með starfsemi á heilsársgrundvelli. Nú er verið að taka í notkun nýja umsóknargátt sem er vistuð hjá Rannís, en notendur ættu ekki að verða fyrir óþægindum þess vegna. Viðmótið er mjög svipað því sem verið hefur og reynt er að hafa ferlið allt auðskilið. Nú er komið viðmót á ensku fyrir þá sem það kjósa.

Að þessu sinni eru til úthlutunar um 65 milljónir króna, en þar af hefur um 15 milljónum þegar verið ráðstafað í fjölárastyrki, svo til ráðstöfunar nú eru um 50 milljónir. Þær eru ætlaðar verkefnum sem koma til framkvæmda á Vestfjörðum árið 2026.

Umsóknarglugginn er opinn til hádegis þann 22. október. Nánari upplýsingar á svæði Uppbyggingarsjóðs Vestfjarða hér á síðu Vestfjarðastofu.