Fara í efni

Verk­efna­stjóri – Vatn­eyr­arbúð

Störf í boði

Minja­safn Egils Ólafs­sonar og sveit­ar­fé­lagið Vest­ur­byggð auglýsa eftir umsóknum um starf verk­efna­stjóra í Vatn­eyr­arbúð á Patreksfirði. Um er að ræða tíma­bundið starf til 3 mánaða.

Verkefnastjóri mun sjá um skráningu þeirra muna sem tilheyra Vatneyrarbúð, sem er friðlýst hús í eigu Vesturbyggðar. Þá mun verkefnastjóri að lokinni skráningu vinna tillögur að uppsetningu munanna, vinna upplýsingaskilti og skipuleggja yfirlitssýningu munanna í samræmi við starfsemi nýsköpunar- og þekkingaseturs sem fram fer í húsinu. Þá er gert ráð fyrir að verkefnisstjóri muni halda utan um uppsetningu munanna í húsinu í samráði við Minjasafn Egils Ólafssonar og Vesturbyggð.

Helstu verkefni og ábyrgð
 • Flokka og meta varðveislugildi muna í Vatneyrarbúð og skrá í samræmi við söfnunarstefnu Minjasafns Egils Ólafssonar
 • Vinna tillögur að uppsetningu munanna í Vatneyrarbúð
 • Skipuleggja yfirlitssýninguna í samræmi við starfsemi hússins
 • Vinna upplýsingaskilti fyrir muni hússins
 • Sér um uppsetningu munanna í Vatneyrarbúð að skráningu lokinni
Menntunar- og hæfniskröfur
 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi skilyrði
 • Áhugi á menningarstarfi og sköpunarkraftur
 • Frumkvæði og sjálfstæði í störfum skilyrði
 • Reynsla af safnastarfi og þekking á skráningu safnamuna æskileg
 • Góð kunnátta í íslensku og ensku skilyrði
 • Góð samskiptahæfni og skipulagshæfni æskileg

Starfið nýtur stuðnings Safnasjóðs og er ráðningasambandið við Minjasafn Egils Ólafssonar á Hnjóti.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Nánari upplýsingar um starfið veitir safnastjóri Minjasafns Egils Ólafssonar á Hnjóti í síma 694 2703 og netfang museum@hnjotur.is.

Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun, starfsferil og fleira skal senda á netfangið museum@hnjotur.is.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun hefur verið tekin um ráðningu í starfið.