Fara í efni

Umhverfisstofnun – Sérfræðingur í efnamálum og umhverfisvernd

Störf í boði

Umhverfisstofnun leitar að starfsmanni með þekkingu á umhverfisvernd og efnamálum í öflugt teymi sérfræðinga þar sem lögð er áhersla á þverfaglega teymisvinnu og samvinnu innanlands sem utan. Við leitum að jákvæðum og metnaðarfullum einstaklingi með framúrskarandi samskiptahæfni og hæfileika til að vera leiðandi á sínu fagsviði.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Eftirlit með markaðssetningu á vörum sem innihalda hættuleg efni
 • Innleiðing Evrópulöggjafar um efni
 • Þátttaka í erlendu samstarfi um framkvæmd málaflokksins
 • Upplýsingamiðlun og samskipti við ráðuneyti, stofnanir, atvinnulíf og neytendur

Hæfniskröfur

 • Meistarapróf í efnafræði er krafa
 • Reynsla af stjórnun verkefna er kostur
 • Þekking á opinberri stjórnsýslu er kostur
 • Reynsla af að starfa í teymi er kostur
 • Góð kunnátta í íslensku, ensku og einu Norðurlandamáli er skilyrði
 • Þekking á umhverfismálum
 • Samskiptahæfni, frumkvæði og drifkraftur
 • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.

Ráðið verður í starfið tímabundið til eins árs frá 1. janúar 2022 með möguleika á framlengingu.

Starfsaðstaða sérfræðingsins getur verið í Reykjavík, Hellissandi, Patreksfirði, Ísafirði, Akureyri, Mývatni, Egilsstöðum, Hellu eða Vestmannaeyjum; allt eftir búsetu.

Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út.

Við hvetjum áhugasama til að sækja um, óháð kyni og uppruna.

Sjá nánari upplýsingar um Umhverfisstofnun á www.umhverfisstofnun.is

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 20.09.2021

Nánari upplýsingar veitir

Skúli Þórðarson - skuli@ust.is - 5912000
Þóra Margrét Pálsdóttir Briem - thoram@ust.is - 5912000

Smelltu hér til að sækja um starfið