Fara í efni

Þörungarverksmiðjan á Reykhólum óskar eftir háseta

Störf í boði

Þörungaverksmiðjan óskar eftir að ráða háseta um borð í Gretti BA. 

Grettir siglir til þangslátturmanna víðs vegar um Breiðafjörð og sækir hjá þeim þangpoka og flytur heim að verksmiðjunni. Siglt er 4-6 sinnum í viku, reynt er að hafa sjóferðir á virkum dögum og frí um helgar. Siglingartími ræðst að mestu út frá sjávarföllum. Háseti aðstoðar við lestun, sér um ýmis þrif og aðstoðar við viðhald. Þegar Grettir er í höfn á virkum dögum þá vinnur hann þau verkefni sem skipstjóri felur honum. 

Einnig þarf starfsmaður að hafa góða öryggisvitund og vera viljugur að taka þátt í því öryggisstarfi sem fer fram í Þörungaverksmiðjunni.

Þörungaverksmiðjan hvetjum konur jafnt sem karla til þess að sækja um starf í góðu og öruggu vinnuumhverfi Þörungaverksmiðjunnar á Reykhólum.
Þörungaverksmiðjan getur aðstoðað við leit að húsnæði á svæðinu.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Aðstoð við lestun á þangi
  • Þrif
  • Almenn vinna um borð
  • Aðstoða vélstjóra/skipstjóra eftir þörfum
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Gilt skírteini úr sjómannaskólanum Sæbjörgu
  • Öryggisvitund
Fríðindi í starfi
  • Ávextir og grænmeti í boði
  • Hlífðarfatnaður og öryggisbúnaður
  • Fullt fæði í sjóferðum

Þörungaverksmiðjan er 40 ára rótgróið fyrirtæki sem sækir þang og þara í Breiðafjörð allan ársins hring. Öryggis og umhverfismál eru mikilvæg í starfi verksmiðjunnar. Í dag starfa um 20 manns í fjölbreyttum störfum við verksmiðjuna.

Hægt er að sækja um starfið hér