Fara í efni

Starfsmaður í eldhús á Hlíf, íbúðum aldraðra

Störf í boði

Velferðarsvið Ísafjarðarbæjar auglýsir laust til umsóknar starf í eldhúsi á Hlíf, íbúðum aldraðra. Um er að ræða vinnutíma virka daga milli kl. 11:00 til 13:30 og svo aðra hverja helgi. Æskilegast er að viðkomandi geti hafið störf 1. nóvember næstkomandi.

Meginverkefni

  • Aðstoð við framreiða mat
  • Leggja á borð, frágangur og uppvask

Hæfniskröfur

  • Frumkvæði og drift
  • Jákvæðni og hæfni í mannlegum samskiptum
  • Stundvísi og samviskusemi

Launakjör eru samkvæmt samningum launanefndar sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag (FosVest, VerkVest).

Umsóknum skal skilað til Estherar Óskar Arnórsdóttur, öldrunarfulltrúa á Hlíf á netfangið estherosk@isafjordur.is. Með umsókn skal fylgja ferilskrá.

Umsóknarfrestur er til og með 20. september 2021. Nánari upplýsingar um starfið veitir Esther í síma 450-8254 eða í gegnum ofangreint tölvupóstfang. Umsókn getur gilt í 6 mánuði.