Fara í efni

Iðjuþjálfi/Þroskaþjálfi í Vesturbyggð

Störf í boði

Vesturbyggð auglýsir eftir iðjuþjálfa/þroskaþjálfa til starfa í grunn- og leikskólum  Vesturbyggðar. Um er að ræða afleysingastarf í eitt ár

Helstu verkefni og ábyrgð
 • Vinna með nemendum sem búa við margvísleg fjölþætt vandamál
 • Gerð einstaklings- og hópáætlana fyrir nemendur og eftirfylgd með þeim
 • Starfar í teymi með foreldum og kennurum
 • Skipuleggur starf með nemanda í samráði við umsjónakennara
Menntunar- og hæfniskröfur
 • Háskólamenntun á sviði þroskaþjálfunar eða iðjuþjálfunar og starfsleyfi sem slíkur
 • Reynsla af starfi með börnum og unglingum með margvíslegan vanda
 • Lipurð í samskiptum, jákvæðni og sveigjanleiki í starfi
 • Faglegur metnaður
 • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
 • Áhugi á að starfa í skapandi og metnaðarfullu umhverfi
 • Reynsla af teymisvinnu kostur

Frekari upplýsingar gefur Arnheiður Jónsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs Vesturbyggðar í síma 450-2300 eða á netfangi arnheidur@vesturbyggd.is