Mennta- og barnamálaráðuneytið styrkir forvarnaraðgerðir á Vestfjörðum
Verkefnið Samræmdar forvarnaraðgerðir á Vestfjörðum hefur hlotið styrk að fjárhæð 8,9 milljón kr. til að efla forvarnarstarf, fræðslu og samvinnu fagaðila í þágu barna og ungmenna á Vestfjörðum. Styrkurinn er á vegum Mennta- og barnamálaráðuneytisins í þágu farsældar barna og er hluti af aðgerðum stjórnvalda í áætlun vegna ofbeldis meðal barna og gegn börnum.
07. nóvember 2025