70. Fjórðungsþing Vestfirðinga að hausti hafið
Fjórðungsþing Vestfirðinga að hausti er nýhafið í Hnífsdal. Dagskrá þingsins er þétt og fyrir þinginu liggja tillögur að ályktunum um ýmis málefni. Þar er meðal annars að finna ályktanir um raforku-, fjarskipta- og samgöngumál sem allar götur hafa verið meðal stærstu mála þingsins. Einnig eru ályktanir um þjónustumiðstöð, kræklingarækt og aukið samstarf í fræðslumálum á Vestfjörðum.
16. september 2025