Fara í efni

Fundur með sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra

Fréttir

Stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga átti fund með sjávarútvega og landbúnaðarráðherra þriðjudaginn 14. febrúar s.l. á Ísafirði. Til umræðu voru málefni fiskeldis, landbúnaðar og sjávarútvegs og ferðaþjónustu, þar sem stjórn FV lagði áherslu á þau tækifæri sem væru nú til staðar á Vestfjörðum og mikilvægi þess að stjórnvöld veittu vind í þau segl með því að stofnanir ráðuneytisins ynnu með þróuninni. Sömuleiðis að uppbygging nýrrar atvinnugreinar líkt og fiskeldis gæfi tækifæri til að byggja upp nýjar starfseiningar á Vestfjörðum, var þar minnt á tillögur sem komu fram á síðasta ári í skýrslu Vestfjarðanefndar. Ráðherra staðfesti þá ákvörðun forvera síns með fjölgun starfa hjá Hafró á Ísafirði og áhuga að vinna að uppbyggingu mennta og rannsóknarumhverfis í tengslum við fiskeldi. Stjórn FV lýsti síðan áhyggjum sínum af áhrifum af vinnudeilu sjómanna og útvegsmanna á kjör fiskvinnslufólks og beinum og óbeinum áhrifum á annað atvinnulíf og rekstur sveitarfélaga.