Fara í efni

Opnað fyrir umsóknir úr Uppbyggingarsjóði

Fréttir

Opnað hefur verið fyrir umsóknir úr Uppbyggingarsjóði Vestfjarða. Umsóknarferlið fer fram rafrænt og er hægt að vista umsókn og vinna meira í henni síðar. Þar er hægt er að sækja um verkefnastyrki til menningarmála, styrki til atvinnu- og nýsköpunarverkefna, og stofn- og rekstrarstyrki til menningarstofnana. Til úthlutunar verða væntanlega um 65 milljónir króna.

Umsóknarfrestur er til miðnættis mánudagsins 9. janúar 2017.

Umsóknareyðublað, úthlutunarreglur og ýmsar aðrar upplýsingar má finna á síðunni vestfirdir.is/uppbyggingarsjodur