Fara í efni

Opin fundur um orkuskipti - rafrænir bílar kostir og gallar

Fréttir

Þriðjudaginn 29. nóvember kl. 13:00 -14:00 verður haldinn fundur fyrir sveitarstjórnarmenn þar sem Erla Björk Þorgeirsdóttir frá Orkustofnun mun ræða raforkumál á Vestfjörðum.   Fundurinn verður haldinn í Fræðslumiðstöð Vestfjarða  á Ísafirði. Fundinum verður varpað út í fjarfundi í Hnyðju á Hólmavík og Skor á Patreksfirði.

Klukkan 14:00-16.00 verður svo opin fundur á sama stað um Orkuskipti - rafrænir bílar - kostir og gallar.

Umræða um orkuskipti hafa aukist mikið að undanförnu og ljóst að margir velta fyrir sér kostum og göllum vistvænna bíla og innviðum fyrir þá.  Er þessi fundur til þess gerður að svara þeim spurningum sem geta legið á fólki er þetta varðar.

 

Dagskrá opna fundarins er sem hér segir:

 

14:00 -  14:20    Anna Margrét – NýOrka  - Stefnumótun Íslenskra stjórnvalda -Rafvæðing bílaflotans

14:20 – 14:40    Sigurður Ingi Friðleifsson Orkusetur  -  rafbílar kostir og gallar

14:45 – 15:00    Lína Björg Tryggvadóttir - Fjórðungsamband Vestfirðinga- Orkunotkun -

                        umhverfisvottun Sveitarfélaganna á Vestfjörðum

15:00 – 15:45    Umræður

 

Fjórðungssambandið hvetur alla sem áhuga hafa á málefninu til að mæta .