Fara í efni

Skýrsla um þolmörk ferðamennsku

Fréttir

Ráðherra ferðamála lagði fram á Alþingi nú á dögunum skýrslu um þolmörk ferðamennsku. Í skýrslunni er meðal annars fjallað um þróunarhorfur ferðaþjónustunnar, helstu áhrif og afleiðinar vaxtar ferðaþjónstunnar og leiðir og aðferðir til að stýra fjölda, aðgengi og dreifingu ferðamanna.

 

Í skýrslunni er fjallað um hvern landshluta fyrir sig, þær rannsóknir og greiningar sem hafa átt sér stað innan svæðisins. Það vekur athygli hvað rannsóknir og greiningar fyrir svæðið eru fáar, bæði sem snúa að þolmörkum íbúa en jafnframt upplifun ferðamanna.


Á Vestfjörðum hafa þrír ferðamannastaðir og -svæði verið könnuð auk könnunar á upplifun
ferðamanna í landshlutanum. Í öllum tilfellum er um einhliða rannsóknir, kannanir eða
ástandsmat að ræða sem hafa ýmist beinst að ferðamönnum, heimamönnum eða
náttúru og ákveðins ferðamannastaðar.

 

Það er einkennandi fyrir niðurstöður rannsókna á Vestfjörðum hve gott samræmi er á
milli viðhorfa ferðamanna og viðhorfa heimamanna. Ferðamenn virðast fá það sem þeir óska
sér, fallega náttúru, góða þjónustu og fámenni, og heimamenn eru sáttir við fjölda ferðamanna
á sumrin. Undantekning frá þessu er Ísafjörður þar sem virðist skapast tímabundið
álag á innviði miðbæjarins í tengslum við komur skemmtiferðaskipa.

 

Skýrsluna má finna hér.