Eitur í æðum fékk hæsta styrkinn
Verkefnið Eitur í æðum sem kvikmyndafyrirtækið Í einni sæng ehf stendur fyrir fékk hæsta styrkinn frá Menningarráði Vestfjarða við úthlutun á styrkjum til menningarverkefna á Hólmavík á sumardaginn fyrsta. Styrkir voru afhentir við hátíðlega athöfn í Félagsheimilinu á Hólmavík og um leið var opnað formlega Þróunarsetur að Höfðagötu 3 á Hólmavík, þar sem ýmsar stofnanir og fyrirtæki hafa hreiðrað um sig með skrifstofuaðstöðu, auk þess sem námsver er í húsinu.
30. apríl 2008