Fundir um fjarskiptamál á Vestfjörðum, krafa um hringtengingu ljósleiðara
Í framhaldi af alvarlegri bilun í fjarskiptakerfi Mílu þann 26. ágúst s.l. sendi stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga og sveitarfélög á Vestfjörðum frá sér harðorðar ályktanir á stjórnvöld og Alþingi. Stjórn FV óskaði einnig eftir fundum með innanríkisráðherra og með Alþingi.
15. september 2014