Samtal um framtíðina - íbúaþing á Bíldudal
Bíldudalur - samtal um framtíðina, er verkefni á vegum Byggðastofnunar, Vesturbyggðar, AtVest, Fjórðungssambands Vestfirðinga og Háskólans á Akureyri. Það er hluti af stærra verkefni sem tekur til þriggja annarra byggðarlaga. Í verkefninu er lögð áhersla á samtal íbúa í byggðum sem búa við erfiða stöðu, um hvað þarf til að efla byggð og ekki síður, hvað samfélagið sjálft getur gert.
23. september 2013