Staðfesting nýtingaráætlunar strandsvæðis Arnarfjarðar.
Fjölmenni var við athöfn þegar bæjarstjórar Ísafjarðarbæjar og Vesturbyggðar og sveitastjóri Tálknafjarðarhrepps staðfestu „nýtingaráætlun strandsvæðis Arnarfjarðar“ með undirritun sinni þann 27. febrúar í Félagsheimilinu Baldurshaga á Bíldudal. Viðeigandi þótti að setja þennan formlega endi á verkefnið en það var hafið á sama stað með málþingi í nóvember 2010.
28. febrúar 2014