Umsögn FV um starfsemi Sýslumanns og Lögreglu á Vestfjörðum
Innanríkisráðuneyti lagði fram 6. júní 2014 umræðuskjal er varðar undirbúning reglugerða á grundvelli nýrra laga um framkvæmdarvald og stjórnsýslu ríkis í héraði og breytingu á lögreglulögum. Landshlutasamtök sveitarfélaga eiga lögum samkvæmt rétt á að skila umsögn um fyrirkomlag þessara mála innan síns landshluta. Fjórðungssamband Vestfirðinga (FV) leitaði álits aðildarsveitarfélaga sinna á framangreindu umræðuskjölum stjórn FV fjallaði síðan um málið á fundi sínum þann 26. júní sl. og gerði eftirfarandi samþykkt: "Til grundvallar verði settar fram tillögur um að aðalskrifstofa lögreglu verði á Patreksfirði og aðalskrifstofa sýslumanns verði á Ísafirði. Fjármagn verði aukið til að tryggja stöðugildi löglærðra fulltrúa á öllum sýsluskrifstofum. Að auki verði tryggt að fjármagn sé í takti við erfiða stöðu heilsárssamgangna þannig að greið samskipti (ferðalög) séu á milli starfstöðva sýslumanna og lögreglu líkt og í öðrum landshlutum."
Í umsögninni kemur einnig fram gagnrýni á málatilbúnað stjórnvalda í þessum máli þar sem heildarmynd af uppbyggingu stjórnsýslu í landshlutanum liggur ekki fyrir og ekki er tekið tillit til erfiðar stöðu heilsárssamganga á Vestfjörðum.
03. júlí 2014