Opnað fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Vestfjarða
Kallað er eftir umsóknum um styrki úr Uppbyggingarsjóði Vestfjarða. Í boði eru styrkir til atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefna, menningarverkefna og stofn- og rekstrarstyrkir til menningarstofnana. Verkefnin geta verið stór eða smá. Allir sem hafa íslenska kennitölu geta sótt um, jafnt einstaklingar og fyrirtæki. Umsóknarfrestur er til kl 16:00 fimmtudaginn 21. nóvember 2019.
28. október 2019