Úthlutunarhóf
Mánudaginn 10. desember stóð Vestfjarðastofa að úthlutunarhófi þar sem búið er að úthluta úr Uppbyggingarsjóði Vestfjarða. Hófið fór fram á þremur stöðum á sama tíma. Galdrasafninu á Hólmavík, veitingastaðnum Heimabyggð á Ísafirði og í Ráðhúsinu í Vesturbyggð. Var þeim sem fengu úthlutun boðið að koma og hlíða á örstutt erindi, þiggja smá veitingar og hlíða á hljómlistaratriði.
12. desember 2018