Fara í efni

Aðgerðaráætlun fyrir Vestfirði. Ályktun stjórnar FV.

Fréttir

Stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga samþykkti ályktun á fundi sínum þann 2. júní 2016 varðandi ákvörðun ríkisstjórnar um aðgerðaráætlun fyrir Vestfirði. Ályktunin er sem hér segir, 

Það er fagnaðarefni að kastljóst ríkisstjórnar beinist nú að Vestfjörðum og afar ánægjulegt að ríkisstjórn hafi tekið svo vel í erindi stjórnar FV. Í langann tíma hefur samkeppnisstaða Vestfjarða verið skekkt í samanburði við önnur svæði landsins.  Niðurstaðan hefur því verið viðvarandi fólksfækkun.

 

Fjórðungssamband Vestfirðinga ber miklar vonir við, að afurð nefndarinnar verði nægilega kröftug til að hafa afgerandi jákvæð áhrif á þá byggðaþróun sem átt hefur sér stað á Vestfjörðum undanfarið. Á áherslulisti stjórnar FV er að finna tillögur að verkefnum  sem hvert og eitt ætti að hafa burði í sér til að geta orðið vendipunktur í byggðamálum svæðisins, úr vörn í sókn. Væntir stjórn FV að gott samstarf verði við sveitarfélögin á Vestfjörðum við úrvinnslu mála.