Vestfirðingum öllum boðið á íbúafundi
Í næstu viku verða haldnir íbúafundir um alla Vestfirði þar sem heimafólki er boðið að borðinu til að hafa áhrif á gerð svæðisskipulags fyrir Vestfirði og Sóknaráætlun Vestfjarða 2025-2029. Með því að mæta og taka þátt getur fólk haft sitt að segja um hvað fer inn í áætlanir og er okkur sem komum að vinnunni það mikið í mun að íbúar sjálfir upplifi eignarhald yfir þeim.
22. maí 2024