Verulegar tekjur af komum skemmtiferðaskipa
Komur skemmtiferðaskipa og málefni tengd þessari tegund ferðaþjónustu hafa verið ofarlega á baugi í umræðunni undanfarin ár og hefur umræðan aukist nokkurnvegin í takti við fjölgun skipa. Sitt sýnist hverjum líkt og eðlilegt er í frjálsri umræðu, en þar sem lítið hefur verið um gögn til að styðjast við hefur umræðan oft byggst að stórum hluta á tilfinningu fólks. Í síðustu viku hélt Ferðamálastofa kynningarfund um heimsóknir erlendra skemmtiferðaskipa og var áherslan á að setja fram tölulegar upplýsingar um helstu hagsmuni hérlendis vegna þeirra.
13. desember 2023