78 umsóknir bárust í Uppbyggingarsjóð Vestfjarða
Umsóknarfrestur til að skila inn umsóknum í Uppbyggingarsjóð Vestfjarða rann út 2. nóvember. Alls bárust 78 umsóknir, sem er nokkru færra en í meðalári, 48 umsóknir til menningarverkefna, 4 umsóknir um stofn- og rekstrarstyrki og 26 til atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefna. Alls var sótt um 117,8 milljónir króna, en heildarkostnaður verkefna er rúmlega 415 milljónir króna.
15. nóvember 2023