20 milljónir til eflingar vetrarferðaþjónustu á Vestfjörðum
							Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ferðamálaráðherra fyrir hönd Menningar- og viðskiptaráðuneytis hefur undirritað samning við Vestfjarðastofu um þróun vetrarferðaþjónustu á Vestfjörðum. Um er að ræða 20 milljóna króna stuðning til tveggja ára við verkefni sem miðar að því að lengja ferðamannatímabilið á svæðinu.						
										25. október 2024
				 
					 
					 
					 
					 
					 
					 
					 
					 
					