Seiðandi sumarhljómar á fimmtudagskvöldi
Seiðandi sumarhljómar munu hljóma í Hömrum fimmtudagskvöldið 31 júlí kl.20:00.Það eru ungar íslenskar tónlistarkonur, Geirþrúður Ása Guðjónsdóttir fiðluleikari og Matthildur Anna Gísladóttir píanóleikari, sem ætla að spila efnisskrá með verkum eftir snillingana Mozart, Ravel og Sarasate.
31. júlí 2008