Byggðamálaráðstefna á Patreksfirði 19. og 20. september nk.
Háskólasetur Vestfjarða, Fjórðungssamband Vestfirðinga, Vesturbyggð og Byggðastofnun standa að Byggðamálaráðstefnu á Patreksfirði næstkomandi föstudag og laugardag. Aðsókn að ráðstefnunni er með ágætum, en um 60 manns hafa nú þegar skráð sig. Byggðamálaráðstefnan er öllum opin, en henni er ætlað að opna og móta umræðu um byggðamál á landsbyggðinni, móta umræðu um stefnumótun í stjórnsýslu og stjórnmálum ásamt því að vera vettvangur nýrra rannsókna.
16. september 2014