Hönnunarsamkeppni um gerð fjölnota innkaupapoka úr endurunnu efni.
Verkefnið „Plastpokalausir Vestfirðir“ stendur fyrir hönnunarsamkeppni fyrir alla íbúa Vestfjarða. Markmiðið er að fá fólk til að huga að hráefni á heimaslóðum sem annars færi í rusl eða flokkun en gæti nýst í gerð fjölnota innkaupapoka. Samkeppnin er opin fyrir alla en keppt er í tveimur flokkum, fullorðnir og svo yngri en 16 ára. Þetta er gert til að hvetja nemendur á grunnskólaaldri til að taka þátt í keppninni og vonumst við til að kennarar og skólafólk á Vestfjörðum geti nýtt sér þetta í skólastarfi. Veitt verða peninga verðlaun fyrir bestu hugmyndirnar í hvorum flokki fyrir sig.
10. maí 2016