Fara í efni

Áhersluverkefni Sóknaráætlunar - árangur og staða.

Núna næstu vikur mun Vestfjarðastofa kynna árangur Áhersluverkefna sem unnið var að á síðasta ári. Árið 2020 verður eftirminnilegt fyrir margar sakir, en við hjá Vestfjarðastofu viljum minnast ‏þess sem árið sem Vestfirðir urðu sýnilegri. Sóknaráætlun 2020-2024 var samþykkt í október 2019 eftir víðtækt samráð við íbúa. Á árinu var unnið að fimm áhersluverkefnum og er eitt þeirra Sýnilegri Vestfirðir sem var samþykkt sem áhersluverkefni til þriggja ára og er hugsað sem framhald af verkefninu af  Vestfirðingar almannatengsl sem var áhersluverkefni árið 2018.

Á verkefnatímanum vöru haldnir fjölmargir viðburðir með fundarformi þar sem ástandið í landinu bauð ekki upp á annað form. Þessi fjarfundar leið hefur hins vegar gefið góða raun og mættu margir aðilar á viðburðina.
Þeir viðburðir sem Vestfjarðastofa hélt vegna þessa verkefnis eru: 

  • Vestfjarðaleiðin - The Westfjords Way – kynning á nafni ferðaleiðarinnar – 30 - 40 manns mættu á fjarfund.
    Fjölgun hefur orðið í þátttakendahópi verkefnisins og nokkur fjöldi frétta hefur verið í fjölmiðlum um Vestfjarðaleiðina.  
  • Fjöruferðir- finn ég þig í fjörumó – var haldin á þremur stöðum á Vestfjörðum – voru þær haldnar sem hluti af Westfjords Food verkefninu. Þátttakendur voru um 50 manns á öllum Vestfjörðum.  
  • Hafsjór af hugmyndum – kynningarfundur og afhending styrkja. Fimm verkefni voru styrkt.
  • Opnir fundir atvinnulífs og menningar á vordögum 2020 voru mjög vel sóttir og ætlaðir til stuðnings vegna Covid-19.

 Samið var við sjónvarpsstöðina N4 um þáttagerð til að ná markmiðum verkefnis og voru settir í loftið alls 5 þættir um atvinnulíf á Vestfjörðum og tekin voru viðtöl við einstaklinga sem birtast í þáttum eins og Landsbyggðunum og sértækum þáttum um Vestfirði.  Þegar litið er yfir alla þá kynningu um Vestfirði sem fór í loftið á árinu 2020 er ekki annað en hægt að segja að árið 2020 hafi verið sýnilegir fyrir Vestfirði.

Hérna fyrir neðan eru linkar á þættina.

Atvinnupúlsinn:  
Þáttur 1 
Þáttur 2
Þáttur 3
Þáttur 4
Þáttur 5 - samantekt    

Landsbyggðir: Atvinnulífið á Vestfjörðum  
Þáttur 1
Þáttur 2
Þáttur 3
Þáttur 4

Að vestan (þættir sem ekki voru beint hluti af verkefni en eru afrakstur ferða):  
Umhverfisvænn skóli á Tálknafirði 
Umfjöllun um Litla Sif
Strandir 1918
Mokaði Hrafnseyrarheiði í 50 ár
Blábankinn
Jól á Ströndum
Leikskólinn Araklettur 
Gamli bærinn og Hrafnaklettur  
Tónlistarskólinn á Patreksfirði
Kalksalt 
Sætt og Salt
Hættulaus Hádegissteinn
Opnun Dýrafjarðarganga  
Jóga í Tálknafjarðarhreppi 
Bókavík
Fyrsta einbýlishúsið á Hólmavík í 20 ár
Fasteignasalan Dixon
Skúli Gautason
Hótel West
Jamie Lee

Hérna má finna upplýsingar um öll Áhersluverkefni Sóknaráætlunar.