
Áhersluverkefni tengjast þáttum sem skilgreindir eru í Sóknaráætlun svo sem atvinnuuppbyggingu, nýsköpun, menningu, menntun eða byggðaþróun, ýmist tengd öllum Vestfjörðum eða ákveðnum svæðum. Áhersluverkefni eru verkefni sem hafa beina skírskotun til sóknaráætlunar landshlutans og styðja við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Verkefnin skulu hafa skýr markmið og áherslumælikvarða og vera samþykkt af stjórn landshlutasamtakanna auk þess að hljóta staðfestingu stýrihóps Stjórnarráðsins um byggðamál.
Tillögur að áhersluverkefnum eru lagðar fyrir samráðsvettvang Sóknaráætlunar til umræðu og athugasemda, en endanleg ákvörðun varðandi fjármagn og verkefni er tekin af stjórn Vestfjarðastofu sem ber ábyrgð á verkefninu.
Áherlsuverkefni 2022
Áhersluverkefni 2021
Áhersluverkefni 2020
Áherlsuverkefni 2019
Áhersluverkefni 2018
Áhersluverkefni 2017
Áhersluverkefni 2016
Áhersluverkefni 2015
Starfsmaður verkefnis
