Fara í efni

Umhverfis Vestfirði

Fréttir Westfjords Food

Umhverfis Vestfirði

Þann 22. október kl 14:00 stendur Vestfjarðastofa fyrir Vefráðstefnu þar sem áhersla verður lögð á tækifæri í matvælaframleiðslu og mikilvægi þess að skapa sér sérstöðu. Við höfum fengið til liðs við okkur reynda fyrirlesara sem munu fjalla um viðfangsefnið útfrá sinni sérþekkingu.

Dagskrá

1. Ávarp Sigríður Ó Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri Vestfjarðarstofu

2. Kynning á niðurstöður könnunar um mat og matarupplifun sem unnin var í sumar af Vestfjarðastofu

3. Tækifæri í matvælaframleiðslu – Gréta María Grétarsdóttir formaður Matvælasjóðs
Gréta mun einnig fjalla um hlutverki Matvælasjóðs og hvernig hann styrkir við nýsköpun og þróun í matvælavinnslu. Gréta er verkfræðingur með víðtæka reynslu úr atvinnulífinu. Hún er formaður stjórnar Matvælasjóðs og hefur sinnt ýmsum störfum þar á meðal eru framkvæmdastjóri Krónunnar, fjármálastjóri Festi og forstöðumaður Hagdeildar hjá Arion Banka. Hún hefur setið í fjölmörgum stjórnum og einnig sinnt kennslu við verkfræðideild HÍ og MPM námið.

4. Mikilvægi þess að skapa sér sérstöðu – Hinrik Carl Ellertson matreiðslumeistari
Hinrik Carl hefur unnið við rekstur fjölda veitingastaða m.a. Dill. Hann hefur yfirgripsmikla reynslu af matartengdri vöruþróun. Á haustdögum gaf hann út bókina Íslenskir Matþörungar ásamt 3 öðrum höfundum. Hinrik hefur einnig unnið fyrir Matarauð Íslands í fjölda verkefna og setið í stjórn SlowFood í 3 ár.

5. Heildarmyndin, mikilvægi sterkar ímyndar sem nær lengra en logo og límiða –Brynhildur Pálsdóttir hönnuður
Brynhildur mun einnig ræða um heildræna nálgun í vöruþróun, þar sem sagan og hugmyndafræðin nær í gegn og að neytandinn finni að hann sé að kaupa eitthvað meira en bara einhverja vöru. Brynhildur starfar sem sjálfstætt starfandi hönnuður í Reykjavík en hún hefur tekið þátt og þróað margvísleg verkefni. Þar á meðal eru Leit að postulíni, Vík Prjónsdóttir og Stefnumót hönnuða og bænda. Brynhildur hefur leitast við að skoða nærumhverfið í sinni hönnun og nálgast viðfangsefni sín á þverfaglegan hátt í samvinnu við fólk úr öðrum greinum. Staðbundin hráefni og menning eru þannig leiðarstefin í verkefnum Brynhildar. Brynhildur hefur starfað sem stundakennari við Myndlistaskólann í Reykjavik og Listaháskóla Íslands.


Vefráðstefnan verður haldin á zoom https://us02web.zoom.us/j/84431133536
og er öllum opin