Fara í efni

Á döfinni

13. febrúar kl. 15:00
Markmið sjóðsins er að gefa háskólum, rannsóknastofnunum og fyrirtækjum tækifæri til að ráða námsmenn í grunnnámi og námi á meistarastigi við háskóla til sumarvinnu að rannsókna- og þróunarverkefnum.
14. febrúar kl. 16:00
Kallað er eftir umsóknum í sjóð verkefnisins Áfram Árneshreppur!
15. febrúar
Nemendur á framhaldsskólastigi sem ekki njóta lána hjá Menntasjóði námsmanna geta sótt um styrk til jöfnunar á námskostnaði. Styrkurinn ræðst af búsetu og er fyrir þá sem að stunda nám fjarri heimili sínu
15. febrúar kl. 15:00
Verkefni fyrir börn og ungmenni á vegum æskulýsfélaga og æskulýðssamtaka
15. febrúar kl. 15:00
VIRK starfsendurhæfingarsjóður hefur opnað fyrir umsóknir um styrki til verkefna sem auka fjölbreytni og framboð úrræða í starfsendurhæfingu og styrki til rannsókna sem stuðla að uppbyggingu og auka við almenna þekkingu á starfsendurhæfingu á Íslandi.
23. febrúar kl. 16:00
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um samstarfsverkefni á sviði menningar og lista undir Creative Europe. Umsóknarfrestur er til 23. febrúar 2023 og skulu umsóknir berast fyrir kl. 16:00 að íslenskum tíma (17:00 CET)
27. febrúar
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki frá NATA, samstarfssamningi Íslands, Færeyja og Grænlands á sviði ferðamála. Umsóknafrestur vegna næstu úthlutunar rennur út á miðnætti 27. febrúar 2023. Sótt er um á vef NATA á rafrænum eyðublöðum sem þar eru.
28. febrúar
Byggðastofnun auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Byggðarannsóknasjóði til rannsókna á sviði byggðamála. Umsóknir þurfa að berast eigi síðar en miðvikudaginn 28. febrúar n.k. Til úthlutunar eru 10 m.kr.
28. febrúar kl. 15:00
Matvælasjóður auglýsir eftir umsóknum. Þetta er í fjórð sinn sem sjóðurinn auglýsir úthlutun og er heildarúthlutunarfé sjóðsins 580,3 milljónir króna. Umsóknarfrestur er til og með 28. febrúar.
15. mars kl. 15:00
Fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki
15. mars kl. 15:00
Fyrir ung nýsköpunarfyrirtæki og frumkvöðla
15. mars kl. 15:00
Markaðsstyrkur er eingöngu fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki sem verja að lágmarki 10% af veltunni til rannsókna- eða þróunarstarfs samkvæmt síðasta reikningsári.
28. apríl
Kría – sprota- og nýsköpunarsjóður auglýsir eftir umsóknum um fjárfestingu í sérhæfðum sjóðum sem hafa þann tilgang að fjárfesta í sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum. Umsóknarfrestur er til og með 28. apríl 2023