Fara í efni

Á döfinni

19.-26. apríl
Púkinn barnamenningarhátíð verður haldin um alla Vestfirði í annað sinn dagana 15.-26. apríl. Púkinn er vettvangur fyrir vestfirsk börn að kynnast listum og menningu á fjölbreyttan hátt og einnig er hann kjörinn til allra handa samstarfs innan svæðisins svo efla megi svæðisvitund meðal vestfirskra barna.
1. maí
Styrkir menningar- og ferðamálaráðs í Bolungarvík.
7. maí
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur auglýst umsóknarfresti náms- og þjálfunarverkefna í Erasmus+ fyrir árið 2024.
15. maí
Þýska sendiráðið auglýsir samkeppni um rannsóknarhugmyndir sem stuðla að framþróun á sviði stafrænna lausna og umhverfisverndar.
31. maí
Opið er fyrir umsóknir í Culture Moves Europe. Ferðastyrkir eru veittir til listamanna og menningarstarfsfólks í Evrópu.
4. júní
Norðurlöndin hafa tekið höndum saman við Kanada og Bandaríkin og auglýsa nýtt NordForsk kall um sjálfbæra þróun á norðurslóðum (Sustainable Development of the Arctic). Um er að ræða tveggja þrepa umsókn og frestur til að skila inn umsókn á fyrra þrep er til og með 4. júní 2024.
14. júní
Rannsóknasjóður er opinn samkeppnissjóður sem veitir styrki samkvæmt almennum áherslum Vísinda- og tækniráðs og á grundvelli faglegs mats á gæðum rannsóknarverkefna.
15. september
Vöxtur er ætlaður til að styrkja þróunarverkefni sem eru komin af frumstigi hugmyndar. Sprettur er öndvegisstyrkur innan Vaxtar.
15. september
Sproti er ætlaður til að styðja við verkefni á byrjunarstigi.
15. september
Markaður er eingöngu fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki sem verja að lágmarki 10% af rekstrargjöldum til rannsókna- eða þróunarstarfs samkvæmt síðasta reikningsári.
24. september
Meginmarkmið kallsins er að til lengri tíma litið muni verkefnin stuðla að sjálfbærri og siðferðilega traustri þróun samfélaga og svæða þar sem frumbyggjar eiga hagsmuna að gæta og stuðla þannig að því að viðhalda trausti og samheldni á Norðurlöndum.
3.- 5. október
Eitt af einkennum eyja og afskekktra samfélaga er seigla, líffræðilegur fjölbreytileiki og menningarleg auðlegð. Ráðstefnan um eyjar og afskekkt samfélög verður haldin í Háskólasetri Vestfjarða í samstarfi við Háskóla Íslands og Árnastofnun, dagana 3.-5. október 2024.