3.- 5. október
Eitt af einkennum eyja og afskekktra samfélaga er seigla, líffræðilegur fjölbreytileiki og menningarleg auðlegð. Ráðstefnan um eyjar og afskekkt samfélög verður haldin í Háskólasetri Vestfjarða í samstarfi við Háskóla Íslands og Árnastofnun, dagana 3.-5. október 2024.
9. október kl. 12:00
KLAK – Icelandic startups eru nú í kynningarferð um landið og verða þau á Ísafirði í hádeginu 9. október í húsakynnum Vestfjarðastofu við Suðurgötu 12. Tilgangur ferðarinnar er að hvetja til nýsköpunar, fræða og upplýsa um hvað er í boði fyrir þau sem hafa legið á hugmyndum sínum hvort sem það er innan ferðaþjónustunnar eða í öðrum greinum.
15. október
Hlutverk sjóðsins er að styrkja verkefni á vegum æskulýðsfélaga og æskulýðssamtaka. Einkum er horft til verkefna sem eru unnin fyrir börn og ungmenn og/eða með virkri þátttöku þeirra, þjálfun forystufólks, leiðbeinenda og sjálfboðaliða, nýjungar og þróunarverkefni og samstarfsverkefni æskulýðsfélaga og æskulýðssamtaka.
15. október
EFLA veitir styrki til uppbyggjandi og jákvæðra verkefna sem nýtast samfélaginu. Markmiðið er að styðja framtak einstaklinga og hópa sem stuðla að farsælli þróun samfélagsins, lífsgæðum og fjölbreyttu mannlífi.
15. október
Opnað verður fyrir umsóknir um styrki vegna framkvæmda á árinu 2025 fimmtudaginn 12. september 2024.
Umsóknarfrestur er til kl. 13 þriðjudaginn 15. október 2024. Umsóknir sem berast eftir þann tíma koma ekki til álita.
18.-19. október
69. Fjórðungsþing Vestfirðinga að hausti verður haldið á Hótel Laugarhóli Bjarnafirði, 18-19 október 2024
31. október
Landsbankinn veitir fimmtán milljónir króna í samfélagsstyrki á hverju ári. Samfélagsstyrkjunum er ætlað að styðja við verkefni á ýmsum sviðum, þar á meðal á sviði mannúðarmála, menningar og lista, menntunar, rannsókna og vísinda, forvarnar- og æskulýðsstarfs og á sviði umhverfismála og náttúruverndar.
1. nóvember
Opið fyrir umsóknir vegna þróunarverkefna búgreina, garðyrkju, sauðfjárræktar, nautgriparæktar og hrossaræktar. Umsóknarfrestur er til 1.nóvember 2024.
1. nóvember
Hlutverk Tónlistarsjóðs er að efla íslenska tónlist samkvæmt Tónlistarlögum og reglum um Tónlistarsjóð.
3. nóvember kl. 10:00-17:00
Sunnudaginn 3. nóvember fer fram leiðtoganámskeið fyrir íbúa á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi vestra á Hótel Laugarbakka. Námskeiðið er leitt af Jóni Halldórssyni hjá mennta- og þjálfunarfyrirtækinu KVAN og er það opið fyrir öll áhugasöm sem búsett eru á áðurnefndum svæðum. Það er verkefnið Leiðir til byggðafestu sem býður upp á námskeiðið og eru það landshlutasamtökin Fjórðungssamband Vestfirðinga (FV), Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) og Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) standa sameiginlega að því.
Hótel Laugarhóll
31. desember
Markmiðið með stuðningnum er að efla útgáfu bóka á íslensku með því að veita bókaútgefendum tímabundinn stuðning í formi endurgreiðslu á hluta kostnaðar sem fellur til við útgáfu bóka á íslensku.
31. desember
Að styðja sókn íslenskra háskóla, stofnana og fyrirtækja í alþjóðlega rannsóknasjóði og samstarfsáætlanir sem Ísland greiðir þátttökugjald í.
Stjórnir Rannsóknasjóðs og Tækniþróunarsjóðs leggja til fjármagn til að styrkja vinnu við umsóknagerð.