Fara í efni

Á döfinni

25.-28. júní
Hafin er vinna að tillögu að svæðisskipulagi fyrir Vestfirði með aðild allra sveitarfélaganna átta á Vestfjörðum. Svæðisskipulag mun marka meginstefnu og framtíðarsýn í sameiginlegum hagsmunamálum sveitarfélaganna á Vestfjörðum. Það á að draga fram þætti sem efla samfélagið á Vestfjörðum með frumkvæði, þekkingu og samvinnu að leiðarljósi.
31. júlí
Landsvirkjun tekur virkan þátt í samfélaginu og styður við málefni og verkefni sem hafa jákvæð samfélagsleg áhrif. Sjóðurinn styður verkefni sem hafa breiða samfélagslega skírskotun og leggur sérstaka áherslu á verkefni sem hafa jákvæð áhrif á nærsamfélög fyrirtækisins.
6. ágúst
Hlutverk Innviðasjóðs er að byggja upp rannsóknarinnviði á Íslandi. Markmiðið með sjóðnum er að efla innlendar vísindarannsóknir með því að skapa nýja möguleika til rannsókna með fjármögnun tækjabúnaðar/aðstöðu sem ekki er aðgengileg nú þegar.
15. september
Vöxtur er ætlaður til að styrkja þróunarverkefni sem eru komin af frumstigi hugmyndar. Sprettur er öndvegisstyrkur innan Vaxtar.
15. september
Sproti er ætlaður til að styðja við verkefni á byrjunarstigi.
15. september
Markaður er eingöngu fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki sem verja að lágmarki 10% af rekstrargjöldum til rannsókna- eða þróunarstarfs samkvæmt síðasta reikningsári.
24. september
Meginmarkmið kallsins er að til lengri tíma litið muni verkefnin stuðla að sjálfbærri og siðferðilega traustri þróun samfélaga og svæða þar sem frumbyggjar eiga hagsmuna að gæta og stuðla þannig að því að viðhalda trausti og samheldni á Norðurlöndum.
1. október
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur auglýst umsóknarfresti náms- og þjálfunarverkefna í Erasmus+ fyrir árið 2024.
1. október
ESC - Sjálfboðaliðaverkefni og samfélagsverkefni Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur auglýst umsóknarfresti í European Solidarity Corps fyrir árið 2024.
1. október
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur auglýst umsóknarfresti samstarfsverkefna í Erasmus+ fyrir árið 2024. Samstarfsverkefni veita stofnunum og öðrum aðilum tækifæri til að öðlast reynslu af alþjóðlegu samstarfi og efla hæfni sína. Einnig geta verkefnin snúist um að þróa eða yfirfæra aðferðir eða leiðir í háskólamenntun þar sem áhersla er lögð á nýsköpun og gæði.
3.- 5. október
Eitt af einkennum eyja og afskekktra samfélaga er seigla, líffræðilegur fjölbreytileiki og menningarleg auðlegð. Ráðstefnan um eyjar og afskekkt samfélög verður haldin í Háskólasetri Vestfjarða í samstarfi við Háskóla Íslands og Árnastofnun, dagana 3.-5. október 2024.
15. október
Hlutverk sjóðsins er að styrkja verkefni á vegum æskulýðsfélaga og æskulýðssamtaka. Einkum er horft til verkefna sem eru unnin fyrir börn og ungmenn og/eða með virkri þátttöku þeirra, þjálfun forystufólks, leiðbeinenda og sjálfboðaliða, nýjungar og þróunarverkefni og samstarfsverkefni æskulýðsfélaga og æskulýðssamtaka.
31. október
Landsbankinn veitir fimmtán milljónir króna í samfélagsstyrki á hverju ári. Samfélagsstyrkjunum er ætlað að styðja við verkefni á ýmsum sviðum, þar á meðal á sviði mannúðarmála, menningar og lista, menntunar, rannsókna og vísinda, forvarnar- og æskulýðsstarfs og á sviði umhverfismála og náttúruverndar.