Stórsýning atvinnulífs og menningar á Vestfjörðum, Gullkistan Vestfirðir, fer fram í íþróttahúsinu Torfnesi á Ísafirði laugardaginn 6. september 2025 á milli 12 og 17.
Á Gullkistunni koma saman yfir áttatíu sýnendur allsstaðar af Vestfjörðum til að kynna þá frábæru breidd sem fyrirfinnst í atvinnu- og menningarlífi á svæðinu. Íþróttahúsið mun iða af lífi og fjöri er kraftur Vestfjarða birtist í allri sinni dýrð. Það er sannkallaður heiður að forseti Íslands, frú Halla Tómasdóttir, mun setja sýninguna með ávarpi.
Dagskrá á Gullkistunni Vestfirðir
12:00 Blásarasveit TÍ blæs inn hátíðina við inngang íþróttahússins
Svið inn í sal
Kynnir á sýningunni er Gylfi Ólafsson formaður stjórnar Vestfjarðastofu
12:20 Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, ávarpar samkomuna og opnar sýninguna
12:30 Kvennakór Ísafjarðar
13:30 Djassdúó: Halldór Smárason og Smári Alfreðsson
15:00 Djúpmenn: Halldór Smárason, Valdimar Olgeirsson og Kristinn Gauti Einarsson. Ásrós Helga Guðmundsdóttir tekur með þeim lagið.
16:00 Atvinnuvegaráðherra, Hanna Katrín Friðriksson ávarpar samkomuna
16:15 Stórsveit Gosa
Dagskrá á torginu (í anddyri íþróttahússins)
13:00 Skúli Mennski
13:45 Ásrós Helga og Halldór Smára
14:30 Ásta
16:45 Halldór Smárason – útgönguspil á harmonikku
Erindi í Menntaskólanum á Ísafirði
13:00 Fljúgum hærra - Vestfirðir framtíðar í svæðisskipulagi
Hrafnkell Proppé - skipulagsráðgjafi Úrbana
13:20 Blámi - Vöxtur á Vestfjörðum
Þorsteinn Másson, framkvæmdastjóri Bláma
14:30 Nýsköpun á Vestfjörðum
Dóra Hlín Gísladóttir, framkvæmdastjóri vöruþróunar Kerecis
14:50 The Fjord Hub - saga af hjólafyrirtæki á Ísafirði
Tyler Wacker, framkvæmdastjóri The Fjord Hub
15:10 "Þér eruð að ólöglegum fiskveiðum." Sagan af fyrstu togvíraklippunni í þorskastríðinu við Breta.
Guðni Th. Jóhannesson, Jón Sigurðssonar prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands og fyrrverandi forseti Íslands
Dagskráin er birt með fyrirvara um breytingar
Gullkistan Vestfirðir undirstrikar að Vestfirðir eru framsækið og líflegt samfélag, byggt á sterkum rótum og einstöku hugviti. Jafnframt er sýningin frábært staður til að sýna sig og sjá aðra og skapa samtakamátt innan svæðisins.
Nánar um Gullkistuna hér.