16.-17. september
Viðburðir
70. Fjórðungsþing Vestfirðinga að hausti verður haldið 16. og 17. september 2025 í Félagsheimilinu Hnífsdal, Ísafjarðarbæ
Viðfangsefni þingsins samkvæmt samþykkt 70. Fjórðungsþings að vori er að þessu sinni tvíþætt
- Efni draga að auglýsingartillögu Svæðisskipulags Vestfjarða 2026-2050 á grunni umsagna um vinnslutillögu
- Samstarf sveitarfélaga á Vestfjörðum
Þingið er einnig afmælisþing Fjórðungssambandsins sem stofnað var í nóvember 1949 og er því að fagna 75 ára starfsemi.