Fyrir hverja?
Sjálfstætt starfandi hönnuði, myndlistarmenn, rithöfunda, sviðslistafólk, tónlistarflytjendur, tónskáld og kvikmyndahöfunda. Sjá nánar undir Spurt og svarað.
Tilgangur
Að efla listsköpun í landinu. Alþingi veitir árlega fé af fjárlögum til þess að launa listamenn í samræmi við lög [ 57/2009.]
Umsóknarfrestur vegna listamannalauna 2026.
Umsóknarfrestur er 1. október 2025, kl 15:00.
- Opið fyrir umsóknir:
- Innskráning
- Leiðbeiningar
Umsækjendur eru hvattir til að sækja ekki um á lokadegi.
Mánaðarleg upphæð listamannalauna árið 2025 er 560.000 kr.
Launasjóðir og greiðslur
Starfslaun listamanna eru veitt úr átta sjóðum:
- launasjóði hönnuða og arkitekta
- launasjóði myndlistarmanna
- launasjóði rithöfunda
- launasjóði sviðslistafólks
- launasjóði tónlistarflytjenda
- launasjóði tónskálda
- launasjóði kvikmyndahöfunda
- Vegsemd, sjóði fyrir listamenn 67 ára og eldri (ATH: Ekki er sótt um í Vegsemd heldur geta umsóknir listamanna 67 ára og eldri í ofangreinda sjóði fallið undir Vegsemd)
Umsjón með sjóðunum er í höndum stjórnar listamannalauna.
Starfslaun listamanna eru greidd mánaðarlega. Þau sem njóta starfslauna í sex mánuði eða lengur skulu ekki gegna fullu starfi meðan á starfslaunatímanum stendur.
Fjárhæð starfslauna skal koma til endurskoðunar við afgreiðslu fjárlaga ár hvert með tilliti til þróunar launa, verðlags og efnahagsmála [ 4. gr. laga 57/2009].
Hafi umsækjandi hlotið starfslaun áður, verður umsókn því aðeins tekin til umfjöllunar að áfanga- eða lokaskýrslu vegna fyrri starfslauna hafi verið skilað til stjórnar listamannalauna, skv. 7. gr. reglugerðar um listamannalaun.