Bjartsýnin sveif yfir vötnum á íbúafundi á Patreksfirði
Í gær hélt Vestfjarðastofa íbúafund í félagsheimilinu á Patreksfirði undir yfirskriftinni Framtíð Vestfjarða – þér er boðið að borðinu. Það var breiður hópur fólks víðsvegar af sunnanverðum Vestfjörðum sem sótti fundinn og fór þar fram kraftmikil vinna fundargesta sem mættu með bjartsýnina að vopni.
28. maí 2024