Meiriháttar Mannamót
Það var líf og fjör á ferðakaupstefnunni Mannamótum Markaðsstofanna sem fram fóru í gær í Kórnum í Kópavogi. Markaðsstofa Vestfjarða var eðli málsins samkvæmt á staðnum og með henni 15 samstarfsaðilar hennar víðsvegar af Vestfjörðum sem notuðu tímann vel við að kynna vörur sínar og þjónustu.
19. janúar 2024